02.04.2014 21:00
Þegar Sigrún GK 168, dró Öldu KE 8, að landi í Sandgerði í fyrradag
Syrpa sú sem ég birti nú er ekkert einsdæmi, en þar sem ég var staddur í Sandgerðishöfn þegar bátarnir komu, tók ég þessa myndasyrpu, í fyrradag. Þarna virðist bilun hafa komið upp hjá Öldu KE, og því hafi Sigrún GK dregið hana að landi. Þar sem myndarsyrpunni lýkur er búið að taka Öldu utan á Sigrúnu og stefnt að flotbryggju í smábátahöfninni í Sandgerði.
Um leið og Alda KE var komið að bryggju fór Sigrún aftur út á miðin, en viðgerð hófst varðandi Öldu og var hún komin út á miðin að nýju í morgun.

7168. Sigrún GK 168, kemur með 6894. Öldu KE 8, í togi til Sandgerðis og hér eru bátarnir að nálgast Sandgerðishöfn


Nánast komnir inn í hafnarkjaftinn

Þá er verið að draga Öldu utan á Sigrúnu, til að hjálpa þeim fyrrnefnda að bryggju



Bátarnir komnir hlið við hlið og þannig var siglt að flotbryggju



7168. Sigrún GK 168 og 6894. Alda KE 8, í Sandgerðishöfn, í fyrradag © myndir Emil Páll, 31. mars 2014
