01.04.2014 21:01
Sæljómi BA 59, kominn í hús hjá Sólplasti, Sandgerði
Hér kemur syrpa sem ég tók að mestu í dag, er Sæljómi BA 59, kom til Sólplasts í Sandgerði og inn í hús þar.

2050. Sæljómi BA 59, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 31. mars 2014

Báturinn í Gullvagninum, kominn inn í hús hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem hann var þrifinn fyrir ferðina til Sandgerðis

Sæljómi, tilbúinn að að leggja á stað til Sandgerðis, eftir hádegið í dag

Hér er Gullvagninn frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur kominn í lögreglufylgd til Sólplasts í Sandgerði með 2050. Sæljóma BA 59



Gullvagninn bakkar með bátinn að húsi Sólplasts í dag


Þröngt virtist vera að koma bátnum inn, en allt má lagið hafa og því tókst það




Hér er Gullvagninn farinn frá og báturinn kominn inn. Kristján Nielsen í Sólplasti og Jónas Jónsson, ljósmyndari með meiru fygljast með

Hér er eigandi bátsins einnig að fylgjast með © myndir Emil Páll, í dag, 1. apríl 2014
