30.03.2014 10:54
Sæljómi BA 59, í tjónaviðgerð hjá Sólplasti - fær far með Gullvagninum frá Njarðvík til Sandgerðis
Núna á ellefta tímanum í morgun kom Patreksfjarðarbáturinn Sæljómi BA 59, til Njarðvíkur, þeirra erinda að fara í tjónaviðgerð hjá Sólplasti í Sandgerði. Mun hann verða tekin upp í Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fluttur með honum til Sandgerðis. Þar með er báturinn kominn í sína upphaflegu heimahöfn, því í fyrstu var hann gerður út frá Sandgerði undir nafninu Sæljómi GK 150. Hér eru myndir sem ég tók áðan er báturinn sigldi inn í Njarðvíkurhöfn



2050. Sæljómi BA 59, kemur til Njarðvíkur í morgun © myndir Emil Páll, 30. mars 2014



2050. Sæljómi BA 59, kemur til Njarðvíkur í morgun © myndir Emil Páll, 30. mars 2014
Skrifað af Emil Páli
