29.03.2014 20:10
Nýjum báti í Berlevåg, gefið nýtt nafn Margareth F-30-B
Elfar Eiríksson, Noregi, í dag: Sendi nokkrar myndir frá Berlevåg en nýr bátur bættist í flota þeirra í síðustu viku og í dag var bátnum gefið nafn með formlegum hætti. Báturrinn hlaut nafnið Margareth F-30-B. Báturinn er smíðaður hjá Skogsøy båt as í Mandal og er af svokallaðri 50 feta gerð eða rétt undir 15 metrum. Hann er búinn 550 hö Scania aðalvél, tveim hjálparvélum, snurvoðarbúnaði, línubúnaði og krapavél. Vegna veðurs var erfitt um myndatöku utandyra.


















Margareth F-30-B, í dag © myndir Elfar Eiríksson, í Noregi, 29. mars 2014
AF FACEBOOK:
Gísli Matthías Gíslason jafn flottur að innan eins og hann er ljótur að utan.
