23.03.2014 20:38
SMÁ GROBB
Þó það hafi færst í vöxt að undanförnu að fengnar færu frá mér myndir til ýmsra nota, var sú uppákoma sem kom fyrir þjóðina í kvöld og tengdist mér, mér til mikillar ánægju.
En það var þannig að þegar verið var að undirbúa sjónvarpsþátt sem í röð þátta undir nafninu Brauðryðjendur þar sem rætt var við Sigrúnu Svavarsdóttur á Djúpavogi um sjómennsku sína og , leituðu stjórnendur til mín og að sjálfsögðu varð ég við erindi þeirra. Birtist mynd frá mér þar sem merkingin Emil Páll, sást á henni í sjónvarpútsendingunni og síðan vísaði ég þeim á aðra mynd sem þeim vantaði og úr varð að á kreditlistanum í lok þáttarins komu sérstakar þakkir til þriggja manna og var ég einn þeirra.
AF FACEBOOK:
Sigurbrandur Jakobsson Innilegar hamingjuóskir með þetta vinur
