22.03.2014 21:00

Hólmsteinn þegar búið var að bjarga honum upp úr Sandgerðishöfn

Hér koma frásagnir af því þegar búið var að hífa Hólmstein GK 20 upp á bryggjuna í Sandgerði, en bátur hafði siglt á hann í höfninni og sökk hann samstundis. - birtast nú frásagnir sem ég endurbirti nú frá þeim tíma að báturinn var kominn upp á bryggju og þar til hann kom í Garðinn. Birtist þetta 20. nóv. 2009

 

 


     Nú rétt fyrir hádegi var Hólmsteinn GK hífður á land í Sandgerðishöfn, en eftir að hafa verið þrifinn á bryggjunni verður hann eftir hádegi keyrður á framtíðarstað sinn á Garðskaga, þar sem Byggðasafnið mun sjá um varðveislu hans. Var það Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., sem sá um að koma bátnum á land og út á Garðskaga.


                          Hér er báturinn kominn upp á bryggju í Sandgerði í dag
       Það var ekki vanþörf á að háþrýstiþvo bátinn áður en hann væri fluttur í Garðinn




     573. Hólmsteinn GK 20, eins og hann var áður fyrr og nú er spurning hvort hann fái þetta gamla útlit aftur © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009, og á tíunda áratug síðustu aldar, sú sem er af bátnum eins og hann var áður.
 

Hólmsteinn yfirgefur Sandgerði og kemur heim í Garðinn

Flutningurinn á Hólmsteini frá Sandgerði til Garðskaga gekk eins og lygin einasta eftir hádegi í dag. Birti ég hér mynd af bátnum er hann yfirgefur Sandgerði og aðra er hann kemur í Garðinn.


                                 573. Hólmsteinn, yfirgefur Sandgerði í dag
   573. Hólmsteinn, komin í sína gömlu heimahöfn Garðinn © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009


Smíðaður hjá Dröfn hf. Hafnarfirði 1946. Ákveðið að gera skipið af safngripi á Garðskaga 2008, en var ekki fluttur út eftir fyrr en í dag 20. nóv. 2009. Sökk í Sandgerðishöfn, föstudaginn 16. okt. 2009, eftir að Ásdís GK 218, hafði siglt utan í hann, er gírinn bilaði. Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., kom á vettvang og bjargaði bátnum á flot aftur degi síðar. Síðan sá sama fyrirtæki um að taka bátinn á þurrt land og flytja að Garðskaga í dag 20. nóv. 2009.

Nöfn:  Hafdís GK 20 og Hólmsteinn GK 20 frá 1958 eða í 50 ár.

(athugið frásögnin og myndtextar eru eins og þegar þeir birtust hér á síðunni 20. nóv. 2009)