18.03.2014 21:00
Tekinn út í muggunni
Í dag upp úr kl. 13, var þessi bátur tekin út úr húsi hjá Sólplasti í Sandgerði, en eins og sést á sumum myndanna gekk yfir með snjómuggu á meðan. Bátur þessi er nýsmíði fyrir feðga í Keflavík sem munu klára bátinn, innrétta og setja niður tækjabúnað. Segja má að báturinn sem í upphafi var smíðaður hjá Bláfelli á Ásbrú en kláraður hjá Sólplasti hvað plasti varðar, sé nú búinn með þann þáttinn og því taka eigendurnir við og setja hann trúlega inn í hús sem þeir eiga í Njarðvík, til að klára bátinn.
Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók við þetta tækifæri í dag.

Kristján Nielsen, búinn að gera bílinn klárann til að draga bátinn út




Báturinn kominn út úr húsi hjá Sólplasti í dag

Kristján bakkar með bátinn á þann stað sem hann mun verða þar til eigendur taka
hann

Báðir þessir bátar eiga það sameiginlegt að þeir eru búnir, hvað Sólplast varðar og eigendur taka nú við að klára það sem klára þarf

© myndir Emil Páll, í dag, 18. mars 2014
Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók við þetta tækifæri í dag.

Kristján Nielsen, búinn að gera bílinn klárann til að draga bátinn út




Báturinn kominn út úr húsi hjá Sólplasti í dag

Kristján bakkar með bátinn á þann stað sem hann mun verða þar til eigendur taka
hann

Báðir þessir bátar eiga það sameiginlegt að þeir eru búnir, hvað Sólplast varðar og eigendur taka nú við að klára það sem klára þarf

© myndir Emil Páll, í dag, 18. mars 2014
Skrifað af Emil Páli
