12.03.2014 21:00

Vardøjenta F-190-V, íslensk nýsmíði fyrir norðmenn

Íslensk nýsmíði fyrir norðmenn, sem heitir Vardøjenta F-190-V og er að gerðinni Víking 1300, lagði af stað frá Reykjavík síðdegis í dag og sigldi á rúmlega níu mílna hraða út fyrir Reykjanesið þar sem báturinn var fyrir stuttu síðan, en þá var hraðinn aukinn upp í 10.2 mílur. Í fyrsta áfanga er siglt til Vestmannaeyja, síðan til Færeyja og að lokum heim.

Hér kemur ítarleg syrpa sem tekin var innan út bátnum í fyrradag í Reykjavíkurhöfn og nokkrar myndir er sýna hann að utanverðu, en ljósmyndarinn er Ölver Guðnason.


























































                     Vardøjenta F-190-V, í Reykjavíkurhöfn í fyrradag
                          © myndir Ölver Guðnason, 10. mars 2014