Í dag voru tveir bátar sem þeir hjá Sólplast eru að vinna í, færðir milli húsa. Annar var Vending þ.e. skemmtibáturinn sem verið er að breyta í fiskibát og hinn er nýsmíði, sem Sólplast er að klára plastverkið og lauk þeirri vinnu í dag og því var hann færður í það pláss sem Vending var í svo hægt væri að mála hann, áður en eigandinn tekur hann trúlega um helgina til að klára. Vending fór því í það pláss sem nýsmíðin var í. Allt um það á þessum myndum sem ég tók í Sólplasti í dag.
 |
|
 |
|
 |
|
7641. Vending, dreginn út úr húsi því sem nýsmíðin fer í og settur út á plan meðan nýsmíðin fer þú sýnu plássi og yfir í það pláss sem Vending var í
 |
|
 |
|
 |
|
7641. Vending, úti á planinu hjá Sólplasti, í biðstöðu meðan hinn er fluttur til
 |
|
Hér sést inn í skarðið sem kom þegar húsið var stytt á Vending, en þarna er búið að gera gryfju fyrir tank sem kemur þarna undir gólfið
 |
|
Nýsmíðin tilbúin til að vera selflutt yfir í húsið þar sem hann verður sprautumálaður
 |
|
Nýsmíðin komin út undir bert loft
 |
|
 |
|
Hafist er handa við að bakka nýsmíðinni, sem upphaflega var smíðuð hjá Bláfelli á Ásbrú, en kláruð hjá Sólplasti - til hliðar sést í 7641. Vending sem bíður eftir sinni ferð
 |
|
Kristján Nielsen bakkar bátnum inn og Marko fylgist með
 |
|
Nýsmíðin komin þangað sem hann verður málaður á næstu dögum
 |
|
Vending á leið inn í þann hluta sem nýsmíðin var í áður
 |
|
 |
|
 |
|
Kristján bakkar inn með Vending
 |
7641. Vending, komin þangað inn sem hann mun vera sjálfsagt meirihluta þess tíma sem tekur að breyta honum © myndir Emil Páll, í dag, 11. mars 2014 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|