11.03.2014 09:05
Sex gámar fóru í sjóinn úr Goðafossi í nótt, þegar skipið lenti í brotsjó
Ruv.is

Sex gámar fóru í sjóinn úr Goðafossi í nótt, þegar skipið lenti í brotsjó á leið til landsins með vörur frá Evrópu.
Skoðað verður þegar skipið kemur til lands í dag eða á morgun hvað var í gámunum. Engin hættuleg efni voru í gámunum að sögn Ólafs Hand, upplýsingafulltrúa Eimskips. Engin slys urðu á fólki. Ólafur segir að veður hafi verið bandvitlaust og að það komi fyrir að gámar fari í sjónn þegar skip fái á sig brotsjó. Gámarnir sökkva yfirleitt til botns og ekki er reynt að ná þeim nema ef í þeim eru eiturefni.
Í fyrrinótt fóru þrír gámar fóru í sjóinn úr Dettifossi við Shetlandseyjar í nótt í slæmu veðri. Tómur frystigámur fór í sjóinn og tveir gámar með þurrvörum á leið frá Íslandi til Evrópu.
