11.03.2014 06:05

Þá er það Hammerfest.

Jón Páll Jakobsson: Noregi

 
Já við erum búnir að liggja í Hammerfest síðan á föstudagsmorgun bæði vegna bilunar og veðurs. Það fór hjá okkur sjórör við aðalvél. Þegar það var komið bræla svo ekkert annað gera en að bíða rólegir. Svo í ofanálag við þetta allt saman eru að koma menn frá Póllandi og einhvers staðar í afríku að skoða bátinn svo við höfum verið dálítið bundir af því eins og t.d í dag hefðum við getað farið en ég mat það svo að það tæki því ekki fyrir svona stuttann tíma.

Hammerfest 8. mars 2014 003

 
 
Hérna sjáum við Polarfangst tilbúinn í slaginn þarna erum við búnir að setja sjó í framtankana.
 
 
Þessi rauði þarna á myndinni heitir Stromoyværing og í gærkveldi var mjög slæmt veður og allt í einu tókum við eftir því að Stromoyværing var orðinn laus á aftan hafði afturendinn bara losnað hann var reyndar ekki vel bundinn. hófust þá björgunaraðgerðir hjá okkur náðum við að koma tveimur mönnum um borð og svo gátum við notað spilin okkar og dregið bátinn að og bundið hann betur. Á meðan á þessu stóð urðum við ekki varir við nein væri um borð því kom það okkur mjög á óvart þegar við vorum búnir að öllu þessu að allt í einu kom maður út úr stýrihúsinu á bátnum. Annað hvort hefur hann verið alveg steinsofandi eða heyrnarlaus að heyra ekki í okkur.
 
Svo á morgun koma væntanlegir kaupendur og kannski verðum við bara komnir á Thon hótelið hérna annað kvöld fagna sölunni.