09.03.2014 21:00

Fálkinn / Sigurbára / Vörðufell / Gæfa / Mundi Sæm / Goði / Lundarberg / Botnfari / Vonin

Hér kemur stálbátur frá Bátalóni í Hafnarfirði og er frá árinu 1982 og er ennþá í drift.

                  1631. Fálkinn NS 325 © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is

                    1631. Fálkinn NS 325 © mynd í eigu Emils Páls


            1631. Sigurbára VE 249, í Vestmannaeyjum ( þessi rauði) © mynd Emil Páll




                   1631. Vörðufell GK 205 © mynd Snorrason


           1631. Vörðufell GK 205, í innsiglingunni til Grindavíkur © mynd Snorri Snorrason


                1631. Vörðufell GK 205 © mynd Snorri Snorrason





                   1631. Vörðufell GK 205, í innsiglingunni til Grindavíkur
                          © myndir í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                         1631. Gæfa SF 2 © mynd Skerpla


                   1631. Gæfa SF 2 © mynd Snorrason


                       1631. Mundi Sæm SF 1, í Njarðvík © mynd Emil Páll


                1631. Mundi Sæm SF 1, við bryggju í Njarðvík © mynd Emil Páll


          1631. Goði AK 50, í höfn á Akranesi © mynd Emil Páll, 29. ágúst 2009


             1631. Lundarberg AK 50, kemur til heimahafnar í Keflavík, í fyrsta sinn © mynd Emil Páll, 13. feb. 2014


           1631. Lundarberg AK 50 á leið í sleðann hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 14. feb. 2014


           1631. Botnfari KE 10, að koma til Keflavíkur í fyrsta sinn © mynd Emil Páll, 28. feb. 2014

             1631. Botnfari KE 10, að koma til Keflavíkur í fyrsta sinn © mynd Emil Páll, 28. feb. 2014


             1631. Vonin KE 10, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, 5. mars 2014

 


             1631. Vonin KE 10, í Keflavíkurhöfn í gær © mynd Emil Páll, 8. mars 2014


              1631. Vonin KE 10, í Keflavíkurhöfn, í dag, í betri birtu en í gærkvöldi, þegar myndin hér fyrir ofan var tekin © mynd Emil Páll, 9. mars 2014


            Báturinn er með heimahöfn í Keflavík og eins og áður hefur verið sagt frá, verður hann aðstoðarbátur fyrir Köfunarþjónustu Sigurðar og verður því með ýmsum myndum. sem tengja hann við það verkefni. Að vísu er ekki klárt hvort takist að ganga frá skreytingunum, áður en hann verður sóttur af leigutökum, sem er Arnarlax á Bíldudal, en hann fer þangað trúlega eftir örfáa daga. Fyrsta myndin er þó komin upp eins og sést hér © mynd Emil Páll, 9. mars 2014


Smíðanúmer 466 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1982 og afhentur 10. júní það ár.

Kom til nýrrar heimahafnar á Akranesi 20. mars 2009 og til nýrrar heimahafnar í Keflavík 13. feb. 2014

Nöfn: Fálkinn NS 325, Sigurbára VE 249, Sveinbjörg SH 317, Sveinbjörg ÁR 317, Vörðufell GK 205, Vörðufell SF 200, Gæfa SF 2, Mundi Sæm SF 1, Goði AK 50, Lundarberg AK 50, Botnfari KE 10 og núverandi nafn: Vonin KE 10