08.03.2014 19:05

Vonin KE, komin aftur í Keflavíkurflotann - en Botnfari KE farinn

Eins og margir eldri menn muna þá gerði Gunnlaugur Karlsson lengi út bát frá Keflavík sem bar nafnið Vonin og nú er aftur kominn bátur í Keflavíkurflotann með því nafni.

Sigurður Stefánsson sem keypti um daginn bát sem hann gaf nafnið Botnfari KE 10, hefur nú þegið boð frá ættingjum Gulla á Voninni og ákveðið að skipta um nafn á bátnum og þáði um leið skiltið af Voninni og hefur það verið sett upp á bátinn.

Fyrir þá sem ekki vita þá er kona Sigurðar Stefánssonar, dótturdóttir Gulla á Voninni.


 


 


 


 

            1631. Vonin KE 10, í Keflavíkurhöfn, núna fyrir stundu © myndir Emil Páll, 8. mars 2014

 

AF FACEBOOK:

Siggi Kafari Stefánsson: Nafnabreyting á nýja skipinu, konan felldi næstum tár þergar merkið var sett upp í dag en þetta merki var á Voninni sem afi Hildar, Gunnlaugur Karlsson, átti og gerði út í áratugi. Þakka ég fjölskyldunni fyrir að lána mér merkið og leyfa mér að setja á þetta skip

Sigurbrandur Jakobsson Flott að venju hjá þér vinur óska eigendum fleysins til hamingju með skipið og nafnið

Guðni Ölversson Er gamla Vonin til enn?
 

Emil Páll Jónsson Já Gamla Vonin er enn til og maður frá Keflavík sem starfar þarna niðurfrá þar sem Vonin er í dag, tók myndir af henni og ætlar að láta mig hafa þær þegar hann kemur heim í stutt frí.

Sigurbrandur Jakobsson Núna vantar bara Bryndísi KE 12 aftur í flotann í Keflavík

Emil Páll Jónsson Ætlar þú ekki að koma með hana?

Sigurbrandur Jakobsson jú ég var reyndar mikið að spá í það eins og þú veist og maður á aldrei að útiloka neitt