06.03.2014 21:00

Breytingar hafnar hjá Sólplasti á að gera skemmtibátinn Vending í fiskibát

Áður hef ég sagt frá því að þeir hjá Sólplasti í Sandgerði hafa fengið það verkefni að breyta skemmtibáti í fiskibát o.þ.m.  að stytta húsið, setja í hann lest og annað sem er á fiskibáti.

Í kvöld var búið að skera þann hluta af húsinu sem á að fara af og tók ég þessa myndasyrpu þegar verið var að fjarlægja þann hluta hússins.

Auk Kristjáns Nielsen, komu gestir að og veittu honum hjálp, en þeir eru Kristinn Stefánsson og Sigurður Ólafsson, og sjást þeir allir þrír á sumum myndanna.

 


             7641. Vending. Hér er búið að fjarlægja rúðurnar og skera húsið eins og það á að vera


                    Hér sjáum við Kristinn tilbúinn að taka við stykkinu


 


 


 

                   Kristján og Kristinn fyrir neðan og Sigurður uppi í bátnum


 


      Hér er stykkið alveg laust og á leið niður á gólf. Sá í hvita samfestingnum er Sigurður Ólafsson svo er það Kristinn Nielsen og að lokum Kristinn Stefánsson


                               Húshlutinn farinn af og kominn niður á gólf


                         Stykkið sem tekin var, borið út úr húsi

 


          Að lokum, smá leikur f.v. Sigurður  Ólafsson, Kristján Nielsen og Kristinn Stefánsson, við Sólplast í Sandgerði © myndir Emil Páll, 6. mars 2014