02.03.2014 10:00

Venni GK 606 ex Korri KÓ 8 og Sæfari GK 89 - tveir eins

Hér sjáum við tvo báta sem eru eins og í dag eru þeir báðir gerðir út frá Grindavík, en voru í þeim hópi sem komu til Sandgerðis í gær. Bátar þessi voru á sínum tíma smíðaðir upp á Ásbrú og urðu síðar eigendaskipti á öðrum þeirra og nafnaskipti um leið. Þá er það skemmtilegt við þá að þeir hafa skipaskrárnúmer í röð. Fleiri myndir koma af þeim báðum síðar í dag.

 

           2818. Venni GK 606 ex Korri KÓ 8 og 2819. Sæfari GK 89, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 1. mars 2014 - fleiri myndir koma af þeim báðum síðar í dag