02.03.2014 21:00
Sæfari GK 89, í Sandgerði, í gær og formáli
Ótrúlegur dagur, með færslunni sem nú kemur, hef ég eingöngu fjallað um uppákomu sem varð í Sandgerði í gær skömmu fyrir kvöldmat. Á þessari klukkustund tók ég myndasyrpu sem ég hóf að birta úr í gærkvöldi og náði ekki að klára í dag, en klárast á morgun, en þó verða þær myndir sem eftir eru frá þessum klukkutíma, sem tók að taka myndirnar, í bland við aðrar myndir á morgun. Hefði birtan leyft lengri tökur hefði ég sjálfsagt tekið enn fleiri myndir.
Þessi ótrúlega syrpa, minnir mjög á makrílsyrpunar sem birtust hér á síðasta ári, en þar komu við sögu fjórir ljósmyndarar og myndir birtist á mun lengri tíma, en þessi syrpa. Makrílsyrpan hófst á tökum við Keflavík og fór síðan í miklar syrpur á Steingrímsfirði og kom síðan aftur til Keflavíkur. Fyrir utan þær myndir sem ég tók, þá var mjög afkastamikill ljósmyndari Jón Halldórsson, á Hólmavík, sem gerði það að verkum að hægt var að flytja nýjar myndir af norðan nánast jafnóðum og þær voru teknar. Þá kom einnig við sögu í makríltökunum, þeir Ragnar Emilsson, skipstjóri á Mána II ÁR 7, sem tók myndir af makrílveiðum bæði hér syðra og eins á Steingrímsfirði og Árni Þór Baldursson í Odda sem tók slatta af myndum á Drangsnesi og Hólmavík.
Snúum okkur þá af Sæfara GK 89, frá Grindavík, en sem fyrr eru þessar myndir teknar í gær í Sandgerðishöfn
![]() |
||||||||||||||||||||||||
|
|













