02.03.2014 22:22

Nýsmíði fyrir norðmenn, strandaði stuttu eftir sjósetningu í Reykjavík

Í síðustu viku var sjósettur bátur sem heitir Vardöjenta F-190-V og er smíðaður fyrir Norðmenn uppi í Mosfellsbæ, en þó nálægt Kollafirði. Þar hefur verið bátasmíði í nokkur ár, en nýlega urðu eigendaskipti á þeirri stöð og keyptu nýir eigendur Samtaks-mótin svokölluðu, sem eru af Víkingsbátum. Báturinn var sjósettur við athafnarsvæði Björgunar í Elliðavogi í Reykjavík, en eftir sjósetningu varð það óhapp að báturinn strandaði fljótlega og sat fastur í um hálfa klukkustund að sögn vitna, en losnaði þá sjálfur. Talið er að þar sem hann strandaði sé leirbotn og því hafa trúlega ekki orðið alvarlegar skemmdir, ef þá nokkrar.

Liggur báturinn nú í Reykjavíkurhöfn, þar sem verið er að fullklára hann.


            Vardöjenta F-190-V, í Reykjavíkurhöfn, í dag © mynd Sigurður Bergþórsson, 2. mars 2014