25.02.2014 19:48
Ómerkti báturinn á Akureyri, hét upphaflega Eiríkur rauði SH 203
Sigurður Bergsveinsson sendi mér í dag ábendingu um að bátur sem Sigurbrandur Jakobsson tók myndir af og ég birti í gær, sem ómerktan, hét hét upphaflega Eiríkur Rauði SH 203
Báturinn var upphaflega smíðaður í Skipavík (Árni Sigurjónsson og sonur hans Ásgeir) fyrir Öxneyjarbúið (afkomendur Jónasar í Öxney) en Jónas var móðurafi Sigurbrandar jakobssonar.
Síðasta nafn sem báturinn bar, var Bubba EA 111 og skráður með það nafn á Akureyri 1997 og eins og sést á myndum þeim sem Sigurður tók af bátnum 2009, hefur hann nú verið tekið vel í gegn. Báturinn mun eins og Sigurður segir hafa verið smíðaður í Skipavík, Stykkishólmi 1977
Sigurði þakka ég kærlega fyrir þetta og birti aftur myndir Sigurbrands svo og myndir frá Sigurði.
|
|
||||||||||






