25.02.2014 21:00
Elding og Hafsúla í nánast stanslausum hvalaskoðun frá Suðurnesjum og nú hefur Andrea bæst í hópinn
Frá því snemma í haust hafa hvalaskoðunarskipin Hafsúla og Elding, nánast verið í stanslausum hvalaskoðunarsiglingum frá Suðurnesjum og nú hefur Andrea bæst í hópinn. Mest sigla þau frá Sandgerði og Grindavík og einstaka sinnum einnig frá Keflavík. Er farþegunum ekið með rútum frá höfuðborginni og virðist Sandgerði vera aðalstaðurinn í huga tveggja fyrstnefndu skipanna.
Tók ég í dag myndir af Hafsúlu og Eldingu er þau komu til Sandgerðis í einni ferðinni og eins af Andreu er hún fór út frá Keflavíkurhöfn eftir hádegi í dag.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||
|
|














