25.02.2014 21:00

Elding og Hafsúla í nánast stanslausum hvalaskoðun frá Suðurnesjum og nú hefur Andrea bæst í hópinn

Frá því snemma í haust hafa hvalaskoðunarskipin Hafsúla og Elding, nánast verið í stanslausum hvalaskoðunarsiglingum frá Suðurnesjum og nú hefur Andrea bæst í hópinn. Mest sigla þau frá Sandgerði og Grindavík og einstaka sinnum einnig frá Keflavík. Er farþegunum ekið með rútum frá höfuðborginni og virðist Sandgerði vera aðalstaðurinn í huga tveggja fyrstnefndu skipanna.

Tók ég í dag myndir af Hafsúlu og Eldingu er þau komu til Sandgerðis í einni ferðinni og eins af Andreu er hún fór út frá Keflavíkurhöfn eftir hádegi í dag.


 


 


 


                        1047. Elding, að koma inn til Sandgerðis í dag


 


 


 


 


                2511. Hafsúla, kemur til Sandgerðis í dag og á neðstu myndinni sjást rútur sem bíða komu skipsins


                                         2787. Andrea í Keflavíkurhöfn í dag

 


 


             2787. Andrea, siglir út úr Keflavíkurhöfn og út á Stakksfjörðinn, í dag


 


                   Siglt út á Stakksfjörðinn, Vogastapi sést á næst síðustu myndinni og fjallið Keilir á þeirri neðstu © myndir Emil Páll, 25. feb. 2014