21.02.2014 17:15

Sægrímur GK, gerður klár fyrir breytingar í Stykkishólmi?

Sægrímur GK 552 (samkvæmt skráningu) en GK 525, miðað við það sem stendur á bátnum, mun senn fara til Stykkishólms, þar sem framkvæmdar verða þær breytingar að taka af honum yfirbygginguna og gera hann klárann fyrir þjónustubátur fyrir fiskeldi, eins og áður hefur komið fram hér á síðunni.


 

           2101. Sægrímur GK 552 (525),  í Njarðvík, í dag  © myndir Emil Páll, 21. feb. 2014