21.02.2014 21:00

Glæsileg Bryndís SH 128 - hjá Sólplasti

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók innandyra hjá Sólplasti í Sandgerði í dag, en þar eru breytingar og lagfæringar á bátnum á lokastigi og á morgun, ef veður leyfir mun ég taka myndir af bátnum utandyra en setja átti  hann út í kvöld. Um leið mun ég birta myndir af bátnum þegar hann kom til Sólplasts á síðasta ári og sést á samanburði miklar breytingar og lagfæringar, enda báturinn m.a. lengdur o.fl. Auk þess sem hann var sprautaður og í leiðinni skreyttur upp á nýtt. Ljóst er á samanburðinum sem vonandi birtist á morgun, að vinnubrögð hjá Sólplasti er glæsilegur eins og ávallt, enda kominn skemmtilegur svipur á bátinn.

Hér eru myndir sem fyrr segir voru teknar í dag, en metra verður að skoða myndirnar sem vonandi birtast á morgun. Athugið að báturinn hefur ekki verið botnmálaður, en það á ekki að gera fyrr en rétt fyrir sjósetningu, sem er ekki alveg strax.

 


 


 


 


 

             2576. Bryndís SH 126, hjá Sólplasti í Sandgerði, í dag. Eins og sjá má er ekki búið að botnmála bátinn, en það á ekki að gera fyrr en rétt fyrir sjósetningu, sem verður trúlega ekki strax © myndir Emil Páll, 21. feb. 2014