19.02.2014 07:00
Hákon EA, Vilhelm Þorsteinsson EA, Lundey NS, Guðmundur VE og Nordborg, á Stakksfirði í nótt
Fimm loðnuskip lágu í nótt á Stakksfirði, sum örugglega vegna veðurs, en önnur við vinnslu. Þetta eru skipin Hákon EA, sem verið hefur í nokkra daga, aðallega út af Keflavíkinni og Guðmundur VE, sem er núna og var í gær út af Vatnsleysuströndinni. Í fyrrinótt var Vilhelm Þorsteinsson EA á Stakksfirði og fór síðan suðurfyrir í gærmorgun en kom aftur er leið á daginn. Í nótt bættust síðan við Lundey NS og Nordborgin, en Lundey er farin núna og mér sýnist að Nordborgin sé eitthvað að fara líka.
Hér birti ég tvær myndir af Hákon EA 148, en þær tók ég í gær og í fyrradag.
![]() |
||
|
|


