17.02.2014 19:15

Þerney RE 1, að koma til Reykjavíkur með verðmætasta farm sinn úr einni veiðiferð

Þerney RE 1, er að koma til Reykjavíkur og er í raun rétt fyrir utan borgina. Hér fyrir neðan birtast fjórar myndir úr lok veiðiferðarinnar. Áður birti ég þó orðsendingu frá þeim um borð, sem birt var áðan á Facebook-síðu þeirra.

 

Ægir Franzson er eins og sjóræninginn Long John Silver núna þegar hann siglir skútunni í höfn með verðmætasta farm sem skipið hefur borið að landi í einni veiðiferð, farmurinn er reyndar ekki gull, en gulls ígildi. Þorskur, ýsa og hágæða fiskimjöl. Strákarnir hafa staðið sig sérstaklega vel og er áhöfnin viss um að neytendur um víða veröld eiga eftir að njóta gæðanna og bera HBGranda gott orð fyrir gæðin.
Áhöfnin þakkar fyrir sig í bili, gaman að fá like og comment frá öllum velunurum Gulleyjunnar. Leggjumst að bryggju í kvöld um kl.22:30 þar sem allar fallegu konurnar og litlu stubbarnar bíða okkar.
Gulleyjan kveður


                         Trollið tekið í næstsíðasta sinn í þessari veiðiferð

              Félagarnir Ægir og Heiðar, voðalega spenntir að sjá hvað kemur inn fyrir

 

         Ægir og Heiðar í nærmynd, þarna brosir Ægir því hann sá að hann gat kastað aftur. Það var svo lítið í.

 

                          Við farnir af miðunum og nóg pláss eftir í lestinni

                                                                 0-0

   Lok 1. veiðiferðar 2203. Þerneyjar RE 1, á árinu 2014 og var veitt i Barentshafi © myndir og allur texti, skipverjar skipsins.