11.02.2014 20:21
50 ára meðalaldur þessara þriggja báta
Þessir þrír bátar sem lágu fyrir aftan hvern annan í Sandgerðishöfn í dag, eiga það sameiginlegt að vera að meðaltali fimmtugir á þessu ári. Bátarnir eru Erling KE 140, sem var smíðaður 1964 og verður þvi 50 ára á árinu, Jón Gunnlaugs ST 444, sem var smíðaður 1972 og verður því 42ja ára á árinu og aldursforsetinn, Gunnar Hámundarson GK 357, var smíðaður 1954 og verður því sextugur á árinu. Meðaltalið er því um 50 ár.

233. Erling KE 140, árg. 1964, 1204. Jón Gunnlaugs ST 444, árg. 1972 og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, árgerð 1954, í Sandgerðishöfn, í dag © mynd Emil Páll, 11. feb. 2014

233. Erling KE 140, árg. 1964, 1204. Jón Gunnlaugs ST 444, árg. 1972 og 500. Gunnar Hámundarson GK 357, árgerð 1954, í Sandgerðishöfn, í dag © mynd Emil Páll, 11. feb. 2014
Skrifað af Emil Páli
