10.02.2014 20:21

Um borð í Arnþóri GK 125, er veitt var í salt í júní 1975

Nú koma tvær syrpur sem hvor um sig eru með fjórum myndum og eru frá Ríkharði Pescia. Hér kemur fyrri syrpan og sýnir hún mannskap um borð í Arnþóri GK 125, er þeir voru á netaveiðum og söltuðu aflann um borð. Skipstjóri var Magnús Daníelsson og þessi syrpa er frá því í júní 1975. Á eftir kemur síðan önnur syrpa, en nánar um hana þegar ég birti hana.

 - Vil ég þakka Ríkharði Pescia, kærlega fyrir myndaafnotin -


                  Þorvaldur Reynisson, um borð í 197. Arnþóri GK 125, í júní 1975


             Hafsteinn (Reynir) Magnússon, um borð í 197. Arnþóri GK 125, í júní 1975


            Magnús Daníelsson, skipstjóri, um borð í 197. Arnþóri GK 125, í júní 1975


                           Ríkharður Pescia, um borð í 197. Arnþóri GK 125, í júní 1975

Á netaveiðum, þar sem aflinn var saltaður um borð © myndir Ríkharður Pescia