09.02.2014 10:20
Gunnar Hámundarson GK 357, kominn á netaveiðar
Þessa mynd tók ég af bátnum í Keflavíkurhöfn í gær, en þá var búið að steina niður og gera klár til að leggja netin og núna fyrir nokkrum mínútum kom fram á Marine Traffic, að hann væri farinn úr höfninni og væri á leið út Stakksfjörðinn. Það verður gaman að fylgjast með þessum gamla báti, sem alltaf var og er svo fallegur, en hann var upphaflega með smiðanúmer 1 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 1954.

500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 8. feb. 2014

500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Keflavíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 8. feb. 2014
Skrifað af Emil Páli
