07.02.2014 21:00

Sólplast: Breyta skemmtibátnum Vending í fiskibát - miklar breytingar

Í gær kom sjóleiðis til Sandgerðis skemmtibáturinn Vending, í þeim tilgangi að Sólplast mun breyta bátnum úr skemmtibáti í fiskibát. Framkvæma þarf því miklar breytingar á bátnum s.s. að stytta húsið, setja lest í bátinn og margt annað sem tilheyrir fiskibáti.

Vending var smíðaður hjá Bátastöð Guðmundar, í Hafnarfirði 2008 og er að gerðinni Sómi 870 Sport. Áfram verður hann Sómi 870 en þó ekki sport eins og áður segir.

Birti ég hér  mikla myndasyrpu sem ég tók af því þegar báturinn kom til Sandgerðis og eins er hann var hífður upp á bryggju og síðan tók ég í morgun myndir af honum þar sem hann var kominn á athafnarsvæði Sólplasts.










                    7641. Vending siglir inn í Sandgerðishöfn upp úr hádeginu í gær








               Hér mættust þeir 7641. Vending og 2443. Steini HU 45, í Sandgerðishöfn


                                      Farið að bryggjunni þar sem hífa á bátinn upp


                                         Vending tilbúinn fyrir hífinguna












                   Báturinn kominn upp og gert klárt til að slaka honum niður í kerruna sem útgerðin kom með undir bátinn


                   Einhver vandamál komu upp varðandi kerruna og því hékk báturinn í krananum á meðan það var lagfært.






                   7641. Vending kominn á athafnarsvæði Sólplasts, í Sandgerði


              Merking bátsins frá árinu 2008 © myndir Emil Páll, 6. og 7. feb. 2014