06.02.2014 21:00

Elias ,,smellpassar í þetta kerfi"

Eins og vart hefur farið framhjá lesendum síðunnar, þá hefur þessi skipasíða verið í góðu sambandi við nokkra íslendinga í Noregi og hér er einn þeirra sem ég sló á þráðinn til í morgun til að fræðast um, en hann er nýlega farinn að gera út sjálfur og um leið er hann á minnsta bátnum sem hann hefur verið á. Báturinn er 11,6 metra langur og 3,6 metra breiður og rær hann enn með því nafni sem báturinn bar áður, en hann keypti hann, en síðar mun hann skipta um nafn á honum. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki gert það ennþá er að í Noregi er það heilmikið kerfi og því bauð seljandinn viðmælenda okkar sem er Ölver Guðnason, að halda áfram með bátinn undir þessu nafni meðan málin væru að fara í gegn. Játti, Ölver því að þetta væri minnsti báturinn sem hann hefur róið á, ,,hann væri minni en Cleópötrurnar sem dæmi, en öll aðstaða væri mjög góð um borð og t.d. væri gott vinnupláss og góð aðstaða til að matast um borð og báturinn smellpassar í það kerfi sem þarna væri". Þeir eru tveir um borð, hinn er einnig Íslendingur sem Ölver fékk til að koma á bátinn.

Um það hvernig gengi, sagði Ölver að það væri bara gaman, enda umhverfið mjög skemmtilegt. Allir mættu veiða þorsk eins og þeir vildu þessa daganna, en kvóti væri á ýsuna. Ýsukvótinn, hefði verið fyrstu daganna 7 tonn, hækkaði fljótlega í 16 tonn og væri nú 54 tonn.

Þessir róðrar sem væru í raun hans fyrstu róðrar, sækti hann á mið sem væru í tveggja og hálfstíma siglingu, meðan hann var að prufa þetta. Fljótlega mun hann færa sig á mið sem væru í hálfa klukkustund til eina klukkustundar siglingu. Réri hann með gamla línu sem fylgdi bátnum um væri að ræða 200 króka línu og hefði veiðin verið að jafnaði um 200 kg á bala.

Gert er út frá Båtsfjord og er aðallega róið innan þess fjarðar, enda fjörðurinn langur. Þeir hefðu allt til alls og því  munu þeir vera bjartsýnir varðandi framhaldið.

Fyrir þá sem ekki vita, þá er Ölver úr Hafnarfirði og sonur Guðna Ölverssonar, sem einnig býr í Noregi.

    
         Ölver Guðnason, lengst til hægri er hann var að leggja af stað með Arctic Star til Noregs, í ferjusiglingu frá Njarðvík og eru með honum áhafnarmeðlimirnir sem sigldu bátnum yfir hafið á sínum tíma © mynd Emil Páll. 8. júlí 2013








                                       Elias F-100-BD, bátur Ölvers Guðnasonar

AF FACEBOOK: 7. feb. 2014

Guðni Ölversson
Þetta er þrælgott. Talaði við hann áðan og þá sagði hann að loðnan væri komin á svæðið. Þá dregur verulega úr línuveiðinni. Spurning um að fara á net. Gallinn við það er að verðið er svo miklu lægra fyrir netafiskinn.