05.02.2014 21:00
Blaut blástur, nýjung til að ná botnmálningu af
Í dag var gerð tilraun hjá Sólplasti í Sandgerði með að ná botnmálingu af plastbáti. Heppnaðist það mjög vel og voru þeir sem fylgdust með raunar orðlausir yfir árangrinum. Hér er um að ræða nýung á Íslandi til að hreinsa plastbáta t.d. hvort sem um er að ræða botninn, þilfarið eða annað sem erfitt er að þrífa.
Það er Sigurþór S. Sigurþórsson sem hefur flutt inn tæki frá Bandaríkjunum, til að hreinsabotnmálingu af svo og ýmislegt annað sem erfitt er að ná, t.d. af plastbátum. Fram að þessu hefur hann notað þetta við bíla o.fl. við góðar undirtektir, en ákvað nú að kanna hvort hægt væri að nota þetta t.d. á plastbáta og fyrir valinu var að fá að prufa þetta hjá Sólpasti.
Um er að ræða svokallaðan blautblástur, sem er vatn og sérstakur sandur blandað saman og er þetta var framkvæmd rann nánast gamla málningin af og það án þess að nokkrar skemmdir yrðu á Gelgotinu, sem er húð sem sett er á plastið.
Að sögn Sigurþórs er hér á ferðinni umhverfisvæn þrif þar sem hægt er að blása ryði, málningu, bílalakki, skipalakki, veggjakroti og fleiru af á umhverfisvænan hátt. Varðandi hreinsun á botnmálingu sparast eyðsla á eldsneyti báta, auk þess sem gangurinn verður betri. Hafa því þær tilraunir sem gerðar hafa tekist mjög vel.
En hvað sagði Kristján Nielsen, hjá Sólplasti, um þetta, en hann fylgdist vel með : ,,Mæli með þessu, til að spara olíu og auka ganga bátsins og það besta er að Gelgotið skemmist ekki neitt".
Mun Sigurþór fara hvert á land sem er með tækin og framkvæma verkið, sé þess óskað. Hann hefur símanúmerið 894 3944, netfangið sissi@blb.is og á vefsíðunni www.blb.is er hægt að fá nánari upplýsingar um málið.
Hér eru síðan myndir sem ég tók í dag þegar blautblásturinn var kynntur í húsnæði Sólplasts í Sandgerði.

Bíllinn tækjabúnaðinn, er mjög áberandi, svo ekki sé meira sagt, hvað lit varðar

Búnaðurinn eins og hann kom frá Bandaríkjunum á sínum tíma




Gamla málningin rennur af þegar sprautað er og áferðin á eftir er eins og ekkert hafi verið málað © myndir Emil Páll í dag, 5. feb. 2014
