30.01.2014 21:02

Hafsúlan, á Stakksfirði og í Sandgerði

Þessa myndasyrpu tók ég af Hafsúluni er hún fór út frá Keflavík í fyrradag, þétt setin ferðamönnum og var með stefnu þvert yfir Stakksfjörðinn og sjáum við í baksýn á myndunum byggðina í Innri - Njarðvík, svo og fjallið Þorbjörn, fjallið Keilir og meira af fjallahringnum á Reykjanesskaganum og síðan eru nokkrar myndir sem teknar voru þremur tímum síðar er skipið kom til Sandgerðis.


         2511. Hafsúlan siglir út úr Keflavíkurhöfn, fjallið Þorbjörn við Grindavík i baksýn, reykur frá orkuverinu í Svartsengi og byggð í Innri - Njarðvík


             Hér er áfram siglt út á Stakksfjörðinn, Innri - Njarðvík, Þorbjörn, reykurinn í Svartsengi og Fagradalsfjall við Grindavík í baksýn


                                      Enn sama baksvið og á myndinni fyrir ofan


               Hér er enn Innri - Njarðvík, Fagradalsfjall og fleiri Grindavíkurfjöll sem ég man ekki nafnið á


                            Enn er það Innri - Njarðvík og Grindavíkurfjöll í baksýn


            Þarna eru við að komast fyrir endann á byggðinni í Innri - Njarðvík, enda að komast að Vogastapa


               Hér er Hafsúlan komin fram hjá Vogastapa, t.h. er eldisstöð og t.v. eru fyrstu húsin í Vogum.  Fjallið Keilir er þarna áberandi


           Hér er 2500. Hafsúlan komin inn í Sandgerðishöfn og t.v. sést flutningaskipið Vestlandia og hægra megin er það 967. Þórsnes SH 109






                2500. Hafsúlan, í Sandgerðishöfn © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014