29.01.2014 21:04

Þórsnes II SH, er það tengdist flota Njarðvíkur í gær - 39 ára gamalt skip og alltaf sama nafnið

Í gær sigldi Þórsnes II SH inn í höfnina í Njarðvík. Skipið sem var byggt á Akureyri 1975 og yfirbyggt 1988, hefur aldrei borið annað nafn en Þórsnes II SH 109 og þá það standi á því ennþá, þá var það skráð sem SH 209 fyrir meira en einu ári síðan.

Ástæðan fyrir komu skipsins til Njarðvíkur er eins og ég sagði frá í gær samningur milli eigenda þess og útgerðarfyrirtækisins Marons ehf., í Njarðvík, þess efnis að þeir taka skipið og láta skvera það upp, en geyma síðan. Í staðin fær Maron að nota 400 tonna kvóta sem fylgir skipinu. Hólmgrímur Sigvaldasson bað um að það kæmi fram að hann væri ekki að kaupa skipið, heldur eins og fyrr segir er samkomulag um það eins og áður segir.

Þessa myndasyrpu tók ég af skipinu þegar það kom. Á fyrstu myndinni sést það út af Vogum á leið til Njarðvíkur, en á hinum þegar það var að nálgast höfnina í Njarðvík.




























            1424. Þórsnes II SH, kemur til Njarðvíkur í gær © myndir Emil Páll, 28. jan. 2014