29.01.2014 13:22

Íslendingar skipta um millidekk í Baldvini NC 100, í Póllandi

Gamall skólafélagi minn og fermingarbróðir, Helgi Sigfússon, á Reyðarfirði, sendi mér þessar myndir, sem teknar voru í Póllandi, en sonur Helga, Heiðar Ingi sem býr á Akureyri og starfar hjá Vélsm. Hamri, hefur ásamt nokkrum af vinnufélögum sínum verið, úti í Póllandi að skipta um millidekk í Baldvin NC 100 og eiga hugsanlega eftir um mánaðarvinnu.




      Baldvin NC 100 ex 2212, í Póllandi © myndir Heiðar Ingi Helgason, í jan. 2014