28.01.2014 21:00
Guðríður RE 12: Útskrifuð hjá Sólplasti í dag og sigldi þá til heimahafnar
Í dag lauk öllum lagfæringum sem átti að framkvæma á bátnum og því fór hann undir kvöld frá Sólplasti og var dreginn niður á Sandgerðishöfn þar sem hann var sjósettur og fór síðan beina leið til heimahafnar.
Tók ég þessa myndasyrpu er sýnir frá því að lagt var af stað frá Sólplasti og sjósetning fór fram og báturinn brunaði heim á leið.

Eigandinn sá sjálfur um að draga bátinn til sjávar og hér ekur hann út af athafnarsvæði Sólplasts og út á Strandgötuna í Sandgerði rétt fyrir kl. 17 í dag


Hér er stefnan tekin í átt niður að höfn

Bakkað niður sjósetningabrautina



Kerran komin í sjó

Kristján Nielsen, hjá Sólplasti t.v. og Þórður Adolfsson, bátseigandi t.h.

Fallegur bátur

Báturinn kominn á flot og Þórður bakkar honum út á höfnina

Búið að kveikja ljósin

Siglt af stað út úr höfninni






6757. Guðríður RE 12, heldur heim á leið um kl. 17 í dag og var áætlað að siglingin tæki um hálfa aðra klukkustund, en fara átti í Snarfarahöfn, í Reykjavík. Tíðindarmanni síðunnar var boðið að koma með, en þar sem birtan var að hverfa þakkaði hann fyrir gott boð og sleppti sjóferðinni að þessu sinni.
Tók ég þessa myndasyrpu er sýnir frá því að lagt var af stað frá Sólplasti og sjósetning fór fram og báturinn brunaði heim á leið.

Eigandinn sá sjálfur um að draga bátinn til sjávar og hér ekur hann út af athafnarsvæði Sólplasts og út á Strandgötuna í Sandgerði rétt fyrir kl. 17 í dag


Hér er stefnan tekin í átt niður að höfn

Bakkað niður sjósetningabrautina


Kerran komin í sjó

Kristján Nielsen, hjá Sólplasti t.v. og Þórður Adolfsson, bátseigandi t.h.

Fallegur bátur

Báturinn kominn á flot og Þórður bakkar honum út á höfnina

Búið að kveikja ljósin

Siglt af stað út úr höfninni





6757. Guðríður RE 12, heldur heim á leið um kl. 17 í dag og var áætlað að siglingin tæki um hálfa aðra klukkustund, en fara átti í Snarfarahöfn, í Reykjavík. Tíðindarmanni síðunnar var boðið að koma með, en þar sem birtan var að hverfa þakkaði hann fyrir gott boð og sleppti sjóferðinni að þessu sinni.
Skrifað af Emil Páli
