25.01.2014 07:10
Ölver Guðnason, í Noregi, kaupir sér bát
Ölver Guðnason, í Noregi, sem oft hefur komið við sögu hér á síðunni, er ég hef sagt frá honum, hefur nú keypt sér bát og er sjálfur því farinn að gera út.
Fór með 14 bala um hádegið í gær og lét liggja í 3 tíma áður en hann fór að draga. Var að sjálfsögðu lítið á fyrstu balana en aflinn varð drýgri eftir því sem línan hafði legið lengur. Landaði tæpur tveimur tonnum í Bátsfirði í nótt.
Nánar mun ég segja frá honum síðar og birta betri myndir af bátnum, en hér eru myndir sem voru í auglýsingu af honum og birtust áður en hann keypti bátinn.
Fyrir þá sem ekki eru búnir að kveikja á perunni, þá minni ég á að þetta er sonur Guðna Ölverssonar.



Martin - Junior T-101-T, bátur Ölvers Guðnasonar © myndir úr norskri auglýsingu
Skrifað af Emil Páli
