24.01.2014 21:00

Íslenskur bátur, gerður út frá Noregi og siðan seldur þar fékk yfirbyggingu þar frá Sólplasti

Árið 2006, var sjósettur í Hafnarfirði plastbáturinn Selma Dröfn BA 21 og eftir nokkur ár hóf  útgerðarmaður hans útgerð á honum í Noregi. Eftir að hafa gert hann þar út í smátíma var hann á síðasta ári seldur innanlands í Noregi. Eftir að hafa skoðað myndir af yfirbyggðum bátum af sömu gerð og þessi var þ.e. Viking 1135, m.a. á þessari síðu varð úr að Bátasmiðjan Sólplast í Sandgerði var fengin  til að smíða á hann yfirbyggingu sem síðan var flutt sjóleiðis til Noregs og birti ég myndir af þeirri smíði og þegar bíll flutti yfirbygginguna í einingum frá Sólplasti. Óskað var eftir að Sólplast myndi setja yfirbygginguna saman ytra, en sökum anna var það ekki framkvæmanlegt. Fram að þessu hefur Sólplast smíðað nokkrar yfirbyggingar á önnur systurskip bátsins.

Birti ég nú fjórar myndir, þ.e. ein mynd af bátnum ný sjósettum, í Hafnarfirði, aðra eftir að hafa verið fluttur til Noregs og skráður þar og síðan birtast tvær myndir af bátnum sem nýlega voru teknar og sést hann þar með enn aðra skráningu en kominn með yfirbygginguna og heldur enn öðru nafnana sem voru á honum í upphafi. - Jafnframt vísa ég á myndir af yfirbyggingunni sem birtust hér á síðasta ári.


                    2658. Selma Dröfn BA 21, í Hafnarfirði © mynd Samtaka, 2006


         Selma F-19-BD í Kongsfjord, Noregi ex 2658. Selma Dröfn BA 21 © mynd MarineTraffic, Erling Eiriksson, 4. mars 2012 - þarna er báturinn í eigu íslendingsins, en skráður í  Noregi




          Selma F-119-TN ex Selma F-19-BD ex 2658. Selma Dröfn BA 21, í Noregi, kominn með yfirbygginguna sem smíðuð var hjá Sólplasti í Sandgerði © myndir Alf Kollstrom, í nóv. 2013