20.01.2014 16:24

Er Njarðvík að verða geymsluhöfn?

Sú staða er komin upp að norðanmegin á suður-garðinum í Njarðvíkurhöfn, liggja 12 skip, sem þar hafa legið í lengri eða skemmri tíma. Hafa hafnaryfirvöld í Keflavík og Njarðvík, látið þau skip sem ekki eru í fullri drift sem stendur, færa sig á þennan stað, til að teppa ekki bryggjuplássið fyrir aðra.


             Hér sjáum við skipin 12, þar sem þau liggja innverðu á suður-garðinum í Njarðvíkurhöfn, til lengri eða skemmri tíma og því ekki að furða þó menn séu farnir að kalla Njarðvíkurhöfn, geymsluhöfn.  Skip þessi eru 971. Fram ÍS 25, 1264. Sæmundur GK 4, 1639. Tungufell BA 326, 1396. Gulley KE 31, 1944. Margrét KÓ 44, 1546. Frú Magnhildur GK 222, 1914. Gosi KE 102, 2101. Sægrímur GK 552, 245. Fjóla KE 325, 1511. Ragnar Alfreðs GK 183, 619. Lára Magg ÍS 86 og 586. Stormur SH 333 © mynd Emil Páll, 20. jan. 2014