19.01.2014 19:18

Skipskrokkur búinn að vera á flakki á sjötta ár

Á árinu 2008 varð bruni í bátasmiðju í Hafnarfirði, þar sem m.a. stór plastskrokkur af Sóma 1500, sem stóð utan við húsið skemmdist mikið. Á þeim tíma var þetta einn stærsti plastskrokkurinn sem smíðaður var hérlendis frá grunni.

Skrokkurinn var síðan seldur Njarðvíkingi á árinu 2009 og spáði hann í að halda áfram með smíði skrokksins og flutti hann því til Njarðvíkur. Ekkert varð úr því  og ári síðar keypti útgerðarmaður á Vestfjörðum hann og spáði einnig í að halda áfram með bátinn, en sem fyrr varð ekkert úr því og síðan flutti sá Vestfirski úr landi með útgerð sína.

Fljótlega eftir kaup Vestfirðingsins var skrokkurinn fluttur upp á Ásbrú og í vörslu Bláfells og þar flutti hann einu sinni milli staða á Ásbrú er fyrirtækið flutti sig. Þegar komið var með skrokkinn upp á Ásbrú brotnaði hann, enda orðinn þunnur eftir brunann mikla.

Nú eftir að Bláfell fór í þrot er enn einu sinni búið að flytja skrokkinn og nú til aðila í Vogum sem virðist vera að hefja þar rekstur og virðast bæði skrokkurinn og annað sem var utan við Bláfell, þegar eldsvoði varð þar á síðasta ári, hafa verið flutt inn í Voga.

Hér birti ég myndir sem ég tók í skrokknum inni í Innri-Njarðvík, eins þegar hann var uppi á Ásbrú, en sú mynd er tekin þar eftir að það fyrirtæki stöðvaðist  og að lokum kemur mynd sem ég tók í gær af skrokknum milli húsa í Vogum.




                 Skrokkurinn af Sóma 1500, í Innri-Njarðvík © myndir Emil Páll, í mars 2009




                  Skrokkurinn (sá stærri) á Ásbrú © myndir Emil Páll, 20. júní 2013


                           Skrokkurinn, milli húsa í Vogum, í gær © mynd Emil Páll, 18. jan. 2014