16.01.2014 12:33
Valberg II VE 105, Valberg VE 10, Ósk KE 5 og Auðunn
Hér kemur smá syrpa frá þeim tíma er Valberg VE 10, kom með Valberg II VE 105, til Njarðvíkur þar sem það var svo þó nokkru síðar rifið í slippnum í Njarðvík. Auk skipanna tveggja koma þarna fyrir Ósk KE 5 og hafnsögubáturinn Auðunn. Óskin kom inn á myndina sem ég tók af bátunum utan við Keflavík, annars kemur það skip ekkert við sögu í þessu tilfelli. Myndirnar tók ég í nóv. 2008
![]() |
| Út af Keflavík f.v. 127. Valberg II VE 105, 1855. Ósk KE 5 og 1074. Valberg VE 10 |
![]() |
| 1074. Valberg VE 10, kemur inn fyrir grjótvarnargarðinn í Njarðvík |
![]() |
| 2043. Auðunn, kemur með 126. Valberg II VE 105, sem þarna er með gömlu merkinguna |
þ.e. Valberg VE 10
![]() |
| 2043. Auðunn, hjálpar 127. Valberg II VE 105, sem eins og fyrr segir er með á þessari síðunni merkinguna Valberg VE 10. 1074. Valberg VE 10, sést einnig til hliðar við Auðunn © myndir Emil Páll, í nóv. 2008 |
Skrifað af Emil Páli




