Hér koma mjög svo fallegar myndir af Happasæl KE 94, er hann kom inn til Sandgerðis rétt fyrir kl 15 í dag og er fegurðin fólgin í skýjabólstrunum og birtunni. Bátur þessi er sá síðasti af svokölluðum 101 tonna Brandenborgarbátum sem komu í kring um 1961
 |
|
 |
13. Happasæll KE 94, kemur fyrir grjótvarnargarðinn í Sandgerði í dag rétt fyrir kl. 15. Raunar eru þessar tvær, sama myndin, þ.e. sú neðri er tekin með skjáskoti af þeirri efri og því er skipið stærra á henni. (Svona smá blöff) |
|
 |
|
 |
|
 |
|
 |
|
 |
|
Hér er hann farinn að nálgast bryggjuna
 |
|
 |
|
 |
|
Hér er hann nánast kominn í löndunarplássið..
 |
|
..og löndun hafin í Sandgerðishöfn í dag
 |
|
 |
|
 |
13. Happasæll KE 94, í Sandgerðishöfn í dag © myndir Emil Páll, 11. jan. 2014 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Smíðaður hjá Brandenburg/Havel, Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn um páskana 1961. Lengdur um miðjuna og að aftan og skutur sleginn út, hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.
Sem Árni Þorkelsson KE 46 valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða úti af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu.
Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30, Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155, Búddi KE 9 og núverandi nafn: Happasæll KE 94