07.01.2014 21:00
Yfirtekur stórt fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki af landsbyggðinni, Marmet í Sandgerði?
Nokkru fyrir jól fékk ég fregnir af því að stórt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni væri búið að gera tilboð í fiskvinnslufyrirtækið Marmet í Sandgerði svo og í Örn KE 14, sem er í eigu systurfyrirtækis Marnets. Ef málin gengju eftir myndi fyrirtækið koma með tvö veiðiskip til útgerðar frá Sandgerði til viðbótar Erni KE, en hugmyndin væri að nýta vinnsluna í Sandgerði til að vinna fisk í flugfisk.
Stæði á svari Sandgerðisbæjar hvort af þessu yrði, því þeir yrðu að koma þar að.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að fá þetta staðfest og að fá nánari upplýsingar hafa þær ekki fengist og því læt ég ekki nafn fyrirtækisins af landsbyggðinni koma fram, né hvaða fiskiskip munu verða gerð út frá Sandgerði gangi málin eftir. Sjálfsagt kemur það í ljós fljótlega, jafnvel á morgun.
![]() |
2313. Örn KE 14,í Sandgerði © mynd MarineTraffic, Pascal Drouan, 4. ágúst 2013

