07.01.2014 15:05

Máni GK, orðinn Anna María ÁR - og Grunnvíkingur HF til Keflavíkur?

Á dögunum þegar Stakkavík í Grindavík keypti Andey ÁR 10, fór Máni GK 109 upp í kaupin. Nú hafa báðir bátarnir fengið nýjar skráningar, heldur Andey nafninu en fékk númerið GK 66 og Máni GK heitir núna Anna María ÁR 109.

Þá hefur hafa fregnir borist að því að verið sé að selja eða hugsanlega búið að selja Grunnvíking HF 123 til Keflavíkur og í staðinn hefur sá sem kaupir, sett annan bát sem hann á, á sölu.

 


          2298. Máni GK 109, í Sandgerði á síðsta ári, en hann er nú kominn með nafnið Anna María ÁR 109 © mynd Emil Páll, 2013

 


             2595. Grunnvíkingur HF 163, í reynslusiglingu 2004, en hann hefur hugsanlega nú verið seldur til Keflavíkur © mynd Emil Páll, 2004