06.01.2014 17:56

Sérstök tilviljun eða..... ?

Þessar tvær myndir tók ég í dag í Helguvík og bæði skipin eru kunnugleg, en annað tók ég myndir af og birti einnig í dag. Ástæðuna fyrir myndatökunni kemur fram undir myndunum






             Fernanda, hér nær og Vestlandia, fjær, í Helguvík í dag © myndir Emil Páll, 6. jan. 2014

Þetta bláa er auðvitað Fenrnanda, en eins og kunnugt er þá kom upp mikill eldsvoði í skipinu er það var á leið til Sandgerðis að sækja dýrafóður og endaði það síðan að vera tekið á land. Hitt skipi Vestlandía var líka á leið til Sandgerðis að sækja dýrafóður, en sökum óveðurs ákvað skipstjórinn að sigla því  til Helguvíkur. Því má segja að bæði skipin sem voru í Helguvík í dag voru á leið til Sandgerðis að sækja dýrafóður, en fóru þó til Helguvíkur, þó ekki af sömu ástæðu.