06.01.2014 13:25

Leitaði til Helguvíkur í morgun eftir barning frá Grænlandi

Flutningaskipið Vestlandia leitaði til Helguvíkur í morgun, eftir þriggja sólarhringa barning í hafinu milli Íslands og Grænlands, þar sem skipinu miðaði nánast ekkert áleiðis í óveðri.
Skipið var á leið til Sandgerðis að sækja loðdýrafóður sem flytja á til Danmerkur og er það var komið undir Garðskaga í morgun ákvað skipstjórinn að halda frekar til Helguvíkur en Sandgerðis. Kom þetta fram í Bylgjunni í morgun og var síðan endurtekið á vf.is.
Ellefu manna áhöfn skipsins var trúlega orðin útkeyrð á volkinu


 

 


            Vestlandia, í Helguvík, í hádeginu í dag © myndir Emil Páll, 6. jan. 2014