04.01.2014 17:17
Páll Pálsson ÍS dregur Þorlák, til Ísafjarðar

1274. Páll Pálsson ÍS 102, á Ísafirði © mynd Jónas Jónsson, sumarið 2013
mbl.is.:
Talið er að búið sé að koma í veg fyrir lekann að línuskipinu Þorláki ÍS og er vatn farið að minnka í vélarrúminu samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er komið á staðinn ásamt togaranum Páli Pálssyni ÍS en stefnt er að því að togarinn taki Þorlák ÍS í tog til Ísafjarðar.
Fiskiskipið Hálfdán Einarsson ÍS kom fyrst á staðinn og Gunnar Friðriksson skömmu síðar. Þá kom Fríða Dagmar ÍS einnig á staðinn en er nú ásamt Hálfdáni Einarssyni ÍS á leið aftur til Ísafjarðar. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar af stað og er önnur þeirra á Ísafirði til taks ef á þarf að halda en hinni var snúið við til Reykjavíkur samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.
