04.01.2014 16:03

Þorlákur ÍS í vandræðum

bb.is. núna áðan

                            2444. Þorlákur ÍS 15 © mynd af bb.is

 

Línuskipið Þorlákur ÍS frá Bolungarvík er í vandræðum út af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er kominn leki að skipinu og er það vélarvana. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson er farinn til móts við Þorlák sem og bolvísku bátarnir Fríða Dagmar ÍS og Hálfdán Einarsson ÍS. Þá er skuttogarinn Páll Pálsson ÍS farinn á staðinn. Ekki fást nánari upplýsingar á þessari stundu.