03.01.2014 21:13

Syrpa síðan í dag: Sólplast, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og Helguvík = alls 8 skip og bátar


Þessa myndasyrpu tók ég í dag, á þremur stöðum, þ.e. hjá Sólplasti í Sandgerði, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og í Helguvík og eru þarna 8 skip, en myndirnar eru alls 12 að tölu.

                                                                    Sólplast



               6757. Guðríður RE 12, sem er í ýmsum lagfæringum og sést Kristján Nielsen, á báðum myndunum




            2576. Bryndís SH 128 er í lengingu o.fl. og sést viðbótin miðað við gráu línuna







        Skrokkurinn af þessum var smíðaður hjá Bláfelli á Ásbrú, en Sólplast  vinna að áframhaldandi smíði og fullnaðarfrágangi

                                                    Skipasmíðastöð Njarðvíkur


              1428. Skvetta SK 7, hefur verið í lagfæringu og viðhaldi og heldur verkið áfram


          1014. Ársæll ÁR 66, var tekinn inn í húsið í hádeginu í dag og sjálfsagt er þar um að ræða skvering, en að auki sést þarna í 2714. Óla Gísla HU 212, en þar er að sjá einhver viðgerð aftanundir bátnum

                                                                      Helguvík


            Fernanda í fjörunni, en ekki er að sjá að hafin sé vinna við að kurla skipið niður




                                    Fernanda og sementskipið Cembay, í baksýn


                                                          Cembay, að losa sement

                                    © myndir Emil Páll, í dag, 3. jan. 2013

AF Facebook:

Eygló Kristjánsdóttir ekki jolafri hja þeim i sólplast