29.12.2013 11:37
Gunnar Hámundarson að fara á net
Þær fréttir berast að einn fallegasti trébáturinn í flota landsmanna, Gunnar Hámundarson GK 357, eigi að fara á netaveiðar eftir áramót og leggja upp hjá Happa ehf, sem er útgerð Happasæls KE 94. Báturinn hefur legið undanfarin ár ýmist í Keflavíkur- eða Njarðvíkurhöfn, en þó alltaf farið í foreldrahús með reglulegu millibili til að fara skveringu. Já Foreldrahús, það er auðvitað Skipasmíðastöð Njarðvíkur, en báturinn var með smíðanúmer 1 frá þeirri stöð, árið 1954 og verður því sextugur á næsta ári. Allann sinn tíma hefur hann aðeins borið þetta eina nafn og einu breytingarnar á honum að settur var á hann hvalbakur og nýtt stýrishús, fyrir einhverjum áratugum


500. Gunnar Hámundarson GK 357, í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 28. des. 2013
