29.12.2013 12:30
Auðunn Jörgensson
Af síðu Sigmars Þórs Sveinbjörnssonar, nafar.blog.is
Á þorláksmessu fór ég á bryggjurúnt eins og vanalega, í leiðinni var ég búinn að mæla mér mót við Auðunn frænda minn sem er að gera upp gamlann trébát í einu húsinu á Grandagarði.
Auðunn var nýbúinn að setja vélina niður þegar ég hitti hann. Það sem búið er að gera við bátinn er virkilega flott og vel gert, en töluverð vinna er eftir í lúkkar og inni í stýrishúsi. Það var virkilega gaman að skoða bátinn og ekki síður gaman að spjalla við Auðunn um þetta tómstundaáhugamál hans. Þarna hitti ég líka Aron frænda son Auðuns en hann hafði ég ekki séð síðan hann var smápeyi.
Það verður gaman að fylgjast með þegar Óskar Matt verður sjósettur fullbúinn en það á báturinn að heita.
Myndirnar eru af þeim feðgum Auðunn Jörgensyni og Aron Auðunssyni og bátnum.
AF FACEBOOK:
Emil Páll Jónsson Hef þær upplýsingar að báturinn var fluttur inn að Sundahöfn, þar sem hann verður í stærri aðstöðu, meðan klárað er. - Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 1959 og fékk þá nafnið Hafrún KE 80 og hefur borið það þar til Auðunn keypti hann, en verður 5208. Óskar Matt VE 17
