27.12.2013 12:41
Horst B. leiguskip Eimskip, sem einu sinni hét Arnarfell, rakst utan í baugju í Þórshöfn
![]() |
|
|
mbl.is:
Flutningaskipið Horst B, sem Eimskip gerir út, rakst utan í bauju þegar skipið var á leið út úr höfninni í Þórshöfn í Færeyjum á Þorláksmessukvöld. Skemmdir urðu á skrúfu skipsins og neyddist það til að leita hafnar á ný.
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, segir að skipið hafi verið á leið út úr höfninni í slæmu veðri. Höfnin sé þröng og skipið hafi fokið í bauju í höfninni. Kafarar hafi kafað undir skipið og séð að skemmdir voru á skrúfu skipsins. Hann segir að skipið sé búið að vera stopp í Færeyjum síðan á Þorláksmessu, en beðið sé eftir varahlutum til að gera við skemmdina.

