17.12.2013 19:20
Skálaberg RE 7, selt til Grænlands
Hér kemur önnur frétt dagsins um sölu á togara til Grænlands, í dag kom frétt um sölu á Venusi HF 519 og nú er það Skálaberg RE 7 sem seldur hefur verið þangað. Fer hann eftir áramót, en þetta stóra skip kom hingað til landsins 16. maí sl. og hefur ekkert farið á veiðar.

2850. Skálaberg RE 7 í höfn í Reykjavík er skipið kom nýtt © mynd Sigurður Bergþórsson, 16. maí 2013 - nú á leið til Grænlenskra eigenda á næsta ári skv. fréttum Ruv.is
Skrifað af Emil Páli
